Javelin AI Spretturinn Strax af stað með gervigreind
Fáðu frítt mat á hvar þú stendur í gervigreind og ráð frá sérfræðingum til að koma þér enn lengra

Ertu að fikta með gervigreind en vilt gera meira?
Algengasta vandamálið sem við heyrum er að fólk kemst ekki lengra en að fá uppskriftir og samantektir. Við leggjum upp úr því að kenna fólki að taka næsta skrefið.
1. Grunnnámskeið
Flestir halda að þeir kunni á gervigreind af því þeir hafa prófað að spjalla við ChatGPT.
- •Eftir þetta námskeið muntu skilja muninn á því að „fikta" og að „beita" tækninni markvisst.
- •Frá óvissu til yfirsýnar: Þú hættir að giska og ferð að skilja blæbrigðin (e. nuances) í svörum gervigreindarinnar.
- •Aukin afköst: Lærðu að nýta ChatGPT í fjölbreytt verkefni, ekki bara textaskrif, og sparaðu hundruð klukkustunda.
2. Framhaldsnámskeið
RAG og Agents eru ein mest notuðu tólin í gervigreind í dag en fæstir vita hvað fer virkilega fram á bak við tjöldin.
- •Öðlastu forskot á markaðnum með því að skilja hvernig tólin virka „undir húddinu" og hvers vegna þau eru ekki fullkomin.
- •Ritun með Aðstoð Gagna: Lærðu hvernig spunagreind eykur áreiðanleika með RAG kerfum.
- •Erindrekar: Lærðu hvernig erindrekar (agents) virka á bak við tjöldin og hverjir helstu kostir þeirra og gallar eru.
3. AI áttavitinn fyrir stjórnendur
Það er auðvelt að villast þegar kemur að nýrri tækni. AI áttavitinn hjálpar stjórnendum að fá skýra mynd af stöðunni og velja næstu réttu skref.
- •Yfirsýn: hvað skiptir máli núna og hvað bíður.
- •Samstilling lykilfólks áður en farið er í innleiðingu.
- •Forgangsröðun næstu skrefa með skýrum áherslum.
4. AI Tækifæraleit
Mörg fyrirtæki vita ekki hvar á að byrja og önnur sökkva miklum fjármunum í verkefni sem verða fljótlega úreld eða skila ekki þeim ávinningi sem ætlast var til með. Við hjálpum fyrirtækjum að koma auga á tækifærin sem liggja í gervigreind og byrjað svo að nýta þau.
- •Fáðu úttekt frá reyndum sérfræðingum í gervigreind sem sýnir öll þau tækifæri sem þið standið frammi fyrir og hvernig þið getið byrjað strax að nýta þau.
- •Við kortleggjum möguleikana og forgangsröðum þeim sem líklegast verða að raunverulegu virði.
5. Áframhaldandi þekkingarmiðlun
Hlaðvarpið okkar heldur þér við efnið og segir frá öllu því heitasta í gervigreind.
Hlusta á hlaðvarpAf hverju við?
Við erum sérfræðingar í faginu sem þú getur treyst, með viðeigandi menntun og reynslu af því að innleiða lausnir hjá fyrirtækjum.
Við kennum þér á gervigreindina og erum með þér í hverju skrefi á þinni vegferð:
- •Kennum þér hagnýtingu á grunnnámskeiðinu
- •Þú færð áframhaldandi fría fræðslu með hlaðvarpinu
- •Við dýpkum þekkinguna á framhaldsnámskeiðinu
- •Við viðhöldum þekkingunni og kennum þér nýjungarnar í greininni